Hvað er skóli á grænni grein?

Haustið 2005 varð Tjarnarsel skóli á grænni grein og steig skrefin 7 í vinnu í átt til Grænfánans sem er viðurkenning Landverndar um vinnu að umhverfismálum í leikskólanum. Grænfáninn var afhentur formlega í fyrsta sinn þann 17. ágúst 2007. Skólinn hefur tekið við fánann fimm sinnum, síðast haustið 2018.

Hvað er Grænfáni?

Grænfáninn er umhverfismerki fyrir skóla. Allir skólar geta sótt um Grænfánann og fá þá að taka þátt í verkefnum sem miða að því að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Landvernd hefur umsjón með Grænfánanum á Íslandi. www.landvernd.is

Þegar Tjarnarsel tók við grænfánanum í fimmta sinn tengdist verkefnið lýðheilsu með grunnþætti menntunar að leiðarljósi. Megin markmiðið er að efla þekkingu og ýta undir reynslu barnanna á að rækta ýmsar tegundir matjurta, að auka gleði þeirra í útiveru og efla áhuga þeirra á ræktun.

Viðfangsefnin tóku mið af heilbrigði, vellíðan, sjálfbærni og sköpun. Sérstök áhersla var lögð á ræktun matjurta, til að mynda, matlauka, salats, bauna, rabarbara, berja, kartaflna og kryddjurta. Einnig var lögð áhersla á forræktun sumarblóma til að planta þegar vora fór. Í kjölfar úttektar Landverndar haustið 2018 var skólanum boðin þátttaka í Erasmus+ verkefni á vegum þess þar sem horft er til lífbreytileika. Evrópulöndin sem taka þátt eru Ísland, Lettland, Slóvenía og Eistland. Tengiliðir skólanna tóku þátt í vinnusmiðjum í júní 2019 hér á Íslandi og í Slóveníu í október sama ár.

Tjarnarsel hefur sett stefnuna á að sækja um Grænfánann í sjötta sinn, árið 2021. Þemaverkefnið tengist lýðheilsu og átthögum leikskólans. Megin markmiðið er að efla hreyfiþroska barnanna í nánasta umhverfi skólans og að ýta undir þekkingu þeirra á nærumhverfi sínu.

Grænfánaskýrsla 2013.

Grænfánaskýrsla 2018.pdf© 2016 - 2021 Karellen