news

Aðlögun yngstu barnanna

26. 08. 2020

Það er stórt skref í lífi barna að hefja skólagöngu sína.

Þessa dagana eru 19 lítil kríli í aðlögun á yngstu deildinni okkar og þá er nú fjör á bænum. Þau hafa verið heppin með allskonar veður. Marga daga hefur sólin skinið skært og svo eru þau stundum svo heppin að fá marga polla til að sulla í í garðinum okkar.

Eftir útiveruna er fátt sem jafnast á við að fara inn og fá heitan og góðan hádegisverð. Með mettan maga leggjast börnin til hvílu í nýja skólanum sínum, örþreytt eftir amstur dagsins. Og mikið er það nú notalegt

© 2016 - 2021 Karellen