Afmælissýning Tjarnarsels

19. 12. 2018

Afmælissýning Tjarnarsels var opnuð í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar 13. desember 2018. Sýningin er samstarfssýning bókasafnsins og leikskólans Tjarnarsels sem fagnaði 50 ára afmæli í ágúst 2017.

Á sýningunni er saga Tjarnarsels sögð. Gefur þar að líta gamla leikskólamuni, ljósmyndir og viðtöl við 3 leikskólakennara sem starfað hafa í skólanum. Sagan endurspeglar um margt sögu leikskóla almennt á Íslandi.

Við hvetjum alla til að tölta við á bókasafninu, líta á þessa skemmtilegu sýningu og næla sér í góða bók í leiðinni. Það er uppskrift, sem ólíkt mörgum öðrum, getur ekki brugðist í amstri dagsins.

© 2016 - 2019 Karellen