Nú er berjatíð um land allt og er garðurinn okkar engin undantekning. Í vikunni tíndu börnin ber af rifs- og sólberjarunnunum okkar með það að markmiði að búa til sultu og hlaup.
Í þessari vinnu barnanna felst mikið náttúru-, stærðfræði, orðaforða og matreiðslunám.
Það þarf að hreinsa og flokka berin eftir tegund, vigta, sjóða og setja í krukkur. Svo má nú aldeilis ekki gleyma því allra mikilvægasta, sem er að smakka og njóta.