news

Erasmus+ samstarfsverkefni

21. 02. 2019

Haustið 2018 hóf Tjarnarsel þátttöku í Erasmus+ verkefni á vegum Landverndar. Í kjölfar úttektar sem Landvernd gerði í Tjarnarseli vegna afhendingar grænfánans haustið 2018 var skólanum boðin þátttaka ásamt leik- og grunnskólum víðsvegar af að landinu. Verkefnin tengjast lífbreytileika sem hægt er að útskýra sem líffræðilega fjölbreytni og tekur þannig til fjölbreytileika allra lífverutegunda jarðarinnar, þ.e. plantna, dýra, sveppa og örvera. Á undanförnum árum hefur farið fram mikið ræktunarstarf í Tjarnarseli tengt útnámi í garðinum og er því skólinn vel í stakk búinn til að taka þátt í verkefnum tengdum lífbreytileika.Því var ákveðið að þiggja þetta góða boð Landverndar. Tengiliðir verkefnisins eru leikskólakennararnir Fanney og Áslaug. Evrópulöndin sem taka þátt eru Lettland, Slóvenía og Eistland. Tengiliðir skólanna taka þátt í vinnusmiðjum í júní hér á Íslandi og í Slóveníu í október. Inga María verkefnastjóri verður skólanum jafnframt til halds og trausts í þessu áhugaverða verkefni sem tengir saman skóla hér á landi við skóla í fyrrgreindum löndum í Evrópu.

© 2016 - 2020 Karellen