Foreldrafélag Tjarnarsels

04. 12. 2018

Við búum svo sannarlega að góðu foreldrafélagi hér í Tjarnarseli sem stýrt er af öflugri stjórn.

Sem fyrr lét félagið lét til sín taka árið 2018. Í apríl bauð það upp á brúðuleiksýninguna Pétur og Úlfurinn með brúðsnillingnum Bernd Ogrodnik. Það styrkti kaup á vatnsfonti sem nýtur mikilla vinsælda hjá börnunum og styrkti hljóðfærakaup með miklum myndarbrag á haustmánuðum. Félagið færði skólanum stafabækur, gladdi kennara með góðgæti á kaffistofuna og í þeirra boði mæta rauðklæddir sveinar með mandarínur í poka á litlu jólin í desember.

Börn og kennarar þakka foreldrafélaginu fyrir þeirra góða starf í þágu skólans.

Í stjórn sitja:

Linda Björk Pálmadóttir, formaður.

Elsa Hannesdóttir, ritari.

Elvar Bjarki Friðriksson, gjaldkeri.

Ása Björg Ingimarsdóttir, meðstjórnandi.

Fannar Óli Ólafsson meðstjórnandi.

Þórdís Þórisdóttir meðstjórnandi.

© 2016 - 2019 Karellen