news

Gjöf frá foreldrafélaginu

08. 05. 2020

Foreldrafélag Tjarnarsels kom heldur betur færandi hendi í vikunni. Þá færðu fulltrúar stjórnarinnar starfsfólki leikskólans höfðinglega gjöf sem innihélt ýmis konar hluti til að auka enn frekar vellíðan á vinnustaðnum okkar.

Nú getum við setið ýmist með fagra hitapoka eða nuddtæki á öxlunum í kaffitímanum, handleikið sólarhlaðna orkusteina og andað að okkur heilnæmum ilmkjarnaolíum sem svífa um kaffistofuna okkar.

Hjartans þakkir fyrir okkur kæru foreldrar.

© 2016 - 2020 Karellen