news

Góðar gjafir til leikskólans

05. 09. 2019

Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur, sem okkur er að góðu kunn hér í Reykjanesbæ, ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Um þessar mundir er hún að færa öllum leikskólum landsins námsefni sem hún hefur þróað og kallast "Lærum og leikum með hljóðin." Gjafapokinn innilheldur bækur, púsl, vinnusvuntur og límmiða til að æfa íslensku málhljóðin á skemmtilegan hátt. Við í Tjarnarseli höfum tekið við gjöfinni góðu sem mun koma að mjög góðum notum í öllu okkar málörvunarstarfi.

© 2016 - 2020 Karellen