news

Haustverkin í Aldingarði æskunnar

12. 10. 2020

Haustverkin eru af ýmsum toga í leikskólanum. Sífellt er verið að sá fræjum og svo uppskerum við bæði innra með okkur og á áþreifanlegri hátt.

Á undanförnum dögum hafa börnin lagt hönd á plóg við gróðursetningu haustlauka í Aldingarði æskunnar, sem er skiki í skrúðgarði Keflavíkur. Þessi vinna fer fram í góðu samstarfi við Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Íslands. Áður en börnin settu niður laukana hreinsuðu þau ásamt kennurum sínum illgresi úr beðunum, því allt verður svo mikið huggulegra þegar búið er að taka til hendinni.

Börnin sólunduðu tíma sínum ekki í neina vitleysu heldur gerðu sér lítið fyrir og settu niður yfir 300 lauka. Á þessum furðuveirutímum er frábært að geta hlakkað til að fylgjast með lífinu koma upp úr moldinni í vor og blómstra sínu fegursta© 2016 - 2021 Karellen