news

Könnun á notkun vefmiðla skólans - niðurstöður

14. 11. 2019

Í október 2019 var lögð fyrir foreldra í Tjarnarseli rafræn Survey könnun á notkun vefmiðla leikskólans. Markmiðið var að skoða hvaða miðla foreldrar nota til að fylgjast með fréttum og ýmsum upplýsingum frá skólanum sem og hvar þeir skoða helst ljósmyndir.

Könnun var sett inn á lokaðar árgangasíður á fésbókinni og voru báðir foreldrar hvattir til að svara. 86 foreldrar svöruðu könnuninni sem var opin í 9 daga.

1.Hversu oft skoðar þú heimasíðu leikskólans, tjarnarsel.is (Ekki er átt við Karellen appið).
11% Daglega.
12% 1 sinni í viku.
46% 2-4 sinnum í mánuði.
31% Aldrei.

2. Ertu með Karellen appið?
73% Já.
27% Nei.

3. Hvernig notar þú helst Karellen appið?
48% Skoða ljósmyndir.
33% Skoða svefn- og matarskráningar (á við árgang 2017).
40% Skoða matseðil vikunnar.
29% Sendi skilaboð til deildarinnar.
33% Nota ekki Karellen appið.

5. Lestu fréttir og tilkynningar sem settar eru reglulega inn á árgangasíður á facebook?
95% Alltaf.
5% 1-2 í mánuði.
0% Aldrei.

6. Hvar skoðar þú helst ljósmyndir frá starfi leikskólans?
5% Á heimasíðu leikskólans.
38% Í Karellen appinu.
94% Á árgangasíðu á facebook.
0% Skoða aldrei ljósmyndir frá starfi leikskólans.

Niðurstöðurnar sýna að foreldrar fylgjast mjög vel með fréttum og skoða ljósmyndir á lokuðum árgangasíðum fésbókarinnar. Einnig skoða foreldrar sem eru með Karellen appið ljósmyndir þar, eða 48%. 94% foreldra skoða ljósmyndir á árgangasíðum á meðan 5% þeirra skoðar þær á heimasíðunni. Í ljósi niðurstaðna verða áfram settar inn fréttir og ljósmyndir á árgangasíðurnar. Gætt er meðalhófs í myndbirtingum og eiga myndir að vera lýsandi fyrir starfið á deildunum. Ekki eru birtar einstaklingsmyndir eða settar inn persónulegar upplýsingar um börnin. Foreldrar þurfa að veita skriflegt samþykki fyrir myndbirtingum. Myndir og fréttir verða áfram settar á heimasíðu og í Karellen appið.

Nokkrar athugasemdir komu frá foreldrum í opnum svörum þar sem beðið var um fleiri ljósmyndir, því fleiri því betra eins og eitt foreldri orðaði það. Einnig kom fram að foreldrar eru ánægðir með upplýsingagjöfina á miðlum skólans en finnst líka gott að fá áminningar á útihurðir t.d. varðandi lokanir o.þ.h. Eitt foreldri óskaði eftir svefnskráningum í Karellen á næstu yngstu deild og verður það skoðað.

Jákvæð og hvetjandi orð í garð kennara og starfsmanna skólans birtust einnig í opnum svörum foreldra sem við þökkum kærlega fyrir. Þau ylja og hlýja.

© 2016 - 2020 Karellen