Litlu jólin voru haldin hátíðleg í Tjarnarseli 16. desember. Halla Karen foreldri í leikskólanum kom og las jólasögu fyrir börnin á Ljós- og Sunnuvöllum, elstu börnin sýndu helgileik og Ljósvellir stigu á stokk með söngatriði.
Á meðan sungu yngri börnin saman á Sól- og Mánavöllum og hlustuðu á jólasögu hjá sínum bráðsnjöllu kennurum.
Í hádeginu var boðið upp á lambalæri með öllu tilheyrandi og ís í eftirrétt.
Við færum Höllu Karen okkur bestu þakkir fyrir sinn lifandi lestur og samveru sem og kennurum skólans. Einnig okkar dásamlegu matráðum sem töfruð fram gómsæta jólamatinn.