news

Námskeið í útikennslu og báleldun

01. 10. 2019

Laugardaginn 28. september vorum við í Tjarnarseli með sameiginlegan skipulagsdag með leikskólanum Gefnarborg í Suðurnesjabæ. Eins og alla skipulagsdaga var dagskráin stútfull af metnaði og fróðleik.

Deginum stýrðu þær Pálína Ósk Hraundal, annar höfundur Útilífsbókar fjölskyldunnar, og Anna Lind Björnsdóttir, sem er með meistaragráðu í náttúrutengdri ferðaþjónustu. Saman búa þær yfir mikilli reynslu af kennslu og leiðsögn og hafa notað ólíkar aðferðir til þess að styrkja jákvæða upplifun barna og fjölskyldna utandyra.

Þetta námskeið small því eins og flís við rass við námsskrá skólanna sem báðir leggja mikla áherslu á útinám og kennslu.

Það var ekki laust við að andi blómatímabilsins svifi yfir vötnum þegar kennarar lærðu um hinar ýmsu gerðir báleldunar og bökuðu múffur við opinn eld í appelsínuberki svo eitthvað sé nefnt.

Innblásnir af hugmyndum um mannbætandi útikennslustundir hélt kennarahópurinn svo inn í helgarfríið, með dass af kolalykt og mosa í hárinu.
Heppin við að vera leikskólakennarar!

© 2016 - 2020 Karellen