news

Samstarfsútgáfa um lífbreytileika á tækniöld

29. 01. 2021

Frá árinu 2018 hefur Tjarnarsel tekið þátt í alþjóðlegu ERASMUS samstarfsverkefni við gerð námsefnis í tengslum við verkefnið Skólar á grænni græn. Einnig komu þar að Menntamálastofnun og Landvernd. Þáttökulönd í verkefninu voru auk Íslands; Eistland, Lettland og Slóvenía.

Í verkefnunum var meðal annars lögð áhersla á að færa ræktunarstarf inn í leik- og kennslustofur með ræktun pottaplantna en um leið að auka útikennslu og útiveru. Verkefnin eru sem mest verkleg, en aðalatriðið er að nemendur taki virkan þátt, læri um, upplifi og uppgötvi lífríkið í sínu nærumhverfi.

Nú í þorrabyrjun kynnum við með stolti samstarfsútgáfu á verkefnunum í rafbókinni LIFANDI NÁTTÚRA; LÍFBREYTILEIKI Á TÆKNIÖLD. Bókin er full af hugmyndum sérstaklega ætluð leikskólum og yngsta stigi grunnskóla.

Erasmus verkefnið hefur styrkt, auðgað og hvatt okkur áfram í starfi sem unnið hefur verið að undanfarinn ár í skólanum, meðal annars í vettvangsferðum, útinámi í garðinum okkar og orðaforðaaðferðinni Orðaspjalli. Við vonum að það geti verið kennurum, foreldrum og nemendum uppspretta að fjölbreyttum og lifandi námstækifærum.© 2016 - 2021 Karellen