news

Skipulagsdagar

11. 05. 2020

Kæru foreldrar.

Vegna ástandsins sem verið hefur í samfélaginu með tilheyrandi röskunum á leikskólastarfinu hefur verið ákveðið að fresta skipulagsdögum sem vera áttu miðvikudaginn 20. maí og föstudaginn 22. maí. Þess í stað verður skipulagdagur föstudaginn 3. júlí. Síðasti dagur fyrir sumarleyfi verður því fimmtudagurinn 2. júlí.

Seinni dagurinn verður fyrir hádegi þriðjudaginn 10. ágúst. Tjarnarsel opnar því eftir sumarleyfi kl. 12:00 þann dag.

Vonandi koma þessar breytingar sér betur fyrir ykkur.


© 2016 - 2020 Karellen