news

Skólahald frá 4. maí 2020

24. 04. 2020

Skólahald verður að mestu með eðlilegum hætti frá 4. maí sem gleður okkur mjög hér í Tjarnarseli. Áfram verður gætt að sóttvörnum og aðgangur um skólann verður takmarkaður eins og kostur er. Einnig verða viðburðir með þátttöku foreldra endurskoðaðir í ljósi fjöldatakmarkana. Að sjálfsögðu munum við þó gera okkur glaðan dag í tilefni útskriftar elstu barnanna, en með öðru sniði en vanalega og þau munu líka fara í bráðskemmtilega útskriftarferð. Við stefnum enn á að hafa vinnudag og sumarhátíð í júní en þessir dagar verða að öllum líkindum með öðrum hætti en við eigum að venjast.

Þrátt fyrir það fögnum við komu sumars með gleði í hjarta og munum leggja ríka áherslu á útinám sem eykur vellíðan og heilbrigði okkar allra.

GLEÐILEGT SUMAR

© 2016 - 2020 Karellen