news

Stafastundir

10. 01. 2020

Unnið er með markvisst stafanám elstu barnanna í leikskólanum ár hvert. Barnahópurinn fer í gegnum 10 vikna lestrar- og skriftarnámskeið sem skiptist í tvær lotur, á haust og vorönn.

Þessar stundir köllum við Stafastundir. Þar eru bókstafirnir lagðir inn í gegnum leik og bóknám, ásamt áherslu á Orðaspjall og innlögn nýrra orða.
Rík áhersla er lögð á hafa stafanámið lifandi og leikandi.

Börnin spila samstæðuspil með bókstöfunum, dansa stafadans og skrifa og búa til stafi úr fjölbreyttum efniviði. Hér voru börninað búa til bókstafinn "Þ" úr hafrahringjum. Börnin eru sérlega áhugasöm og skemmta sér hið besta og það er svo merkilegt hvað við lærum öll margt og mikið þegar það er gaman.

© 2016 - 2020 Karellen