Sumarhátíð 2019

13. 06. 2019

Blásið verður til sumarhátíðar á föstudaginn 14. júní. Spáð er sólarsælu og þá er hvergi betra að vera en í fallega garðinum okkar allra. Börnin munu hefja skemmtanahöldin með skrúðgöngu um morguninn og gæða sér svo á grilluðum pylsum í hádeginu.

Foreldrum er boðið að koma á hátíðina sem mun verða frá kl. 14.00 - 15.30. Í sumargleðinni verður boðið upp á léttar veitingar, ilmandi myntute og kaffi. Börnin munu vitaskuld stíga á stokk og syngja vel valin lög fyrir gestina.

Í stofunni verður foreldrafélagið að venju með sína árlegu sölusýningu, þar sem listaverk barnanna verða seld til styrktar starfi félagsins. Listaverkin kosta 1.000 krónur og greiða foreldrar einungis þessa upphæð þó fleiri en eitt barn sé í leikskólanum.

Börnin mega gjarnan koma í búningum á hátíðina ef þannig liggur á þeim.

Sjáumst sprellfjörug í skínandi sólskinsskapi.

© 2016 - 2019 Karellen