news

eTwinning rafrænt skólasamstarf

21. 02. 2019

Tjarnarsel hóf þátttöku í eTwinning rafrænu samstarfsverkefni í janúar 2019 með leikskólunum Gefnarborg í Garði og Krílakoti á Dalvík.

Með eTwinning má segja að Tjarnarseli opnist nýr heimur sem býður upp á óteljandi skemmtilega möguleika. eTwinning verkefni geta verið einföld og staðið yfir í einn dag eða flóknari og staðið lengur yfir. Skólinn skráir sig inn á eTwinning svæði á netinu og síðan skrá kennarar sig inn. Á svæðinu er hægt að leita eftir samstarfsaðilum um alla Evrópu. Byrjað verður hægt og rólega og verða næstu mánuðir notaðir til að vinna með íslensku samstarfskólunum að einföldum verkefnum tengdum útinámi og vettvangsferðum. Ef vel gengur verður leitað eftir samstarfi við skóla í Tékklandi á næsta skólaári. Tengiliðir Tjarnarsels í eTwinning eru kennararnir Björk og Inga Sif.

© 2016 - 2020 Karellen