Áskorun og ævintýri – garðurinn okkar
Í janúar 2013 hófst þróunarverkefnið Áskorun og ævintýri göngu sína í Tjarnarseli sem fólst í að umbylta flötu útisvæði skólans í náttúrulegan garð þar sem áskoranir og ævintýri biðu barnanna dag hvern. George Hollander hönnuður og Sarka Mrnakova uppeldisfræðingur frá SAGE gardens ehf stýrðu verkefninu fyrstu tvö árin en síðan hefur verkefnið verið í höndum stjórnenda og kennara skólans.
Markmið verkefnisins var að breyta útileiksvæði Tjarnarsels og skapa öruggt, náttúrulegt umhverfi sem hvetur börnin til leiks, rannsókna, sköpunar og hreyfingar.
Með virkri þátttöku barna, foreldra og kennara tókst að skapa náttúrulegan garð sem er nú óþrjótandi uppspretta náms og leikja. Garðurinn er sífelldri þróun en í byrjun júní ár hvert er haldinn vinnudagur þar sem börn, fjölskyldur þeirra, kennarar og aðrir velunnarar skólans taka höndum saman og búa hann undir sumarið. Það er smíðað og lagfært, gróðursett og snyrt svo fátt sé nefnt. Dagurinn endar á grillveislu í garðinum og allir fara alsælir heim. Í kringum 100 manns hafa mætt á þennan vinnudag undanfarin ár.
Mikð ræktunarstarf fer fram í garðinum frá vori og fram á haust, forræktuðum sumarblómum er plantað sem og karftöflum, grænmeti og kryddjurtum. Í septembert er haldin þemavika í garðinum með áherslu á heilbrigði og vellíðan. Vikan endar með uppskeruhátíð.
Áskoranir og ævintýri-lokaskýrsla 2014