Karellen

Um Erasmus+ á Íslandi

Erasmus+ er styrkjaáætlun ESB fyrir mennta- æskulýðs- og íþróttamál 2014 - 2020

Áætlunin styður meðal annars skiptinám, sjálfboðaliðastarf, ungmennaskipti, símenntun starfsfólks, notkun upplýsingatækni í kennslu, tungumálanám, viðurkenningu á færni, fjölbreytt samstarfsverkefni, nýsköpun í kennslufræðum, stefnumótun á öllum stigum, átök gegn leikjasvindli og fíkniefnanotkun í íþróttum, og margt fleira.

Yfir 10 milljónir Evrópubúa hafa notið stuðnings frá Erasmus áætluninni frá því hún hóf göngu sína árið 1987. Á því 28 ára tímabili sem Íslendingar hafa tekið þátt í samstarfinu hafa íslenskir þátttakendur verið um 30.700 talsins.

Styrkir úr Erasmus+ til mennta- og æskulýðsmála skiptast í þrjá flokka:

Flokkur 1: Nám og þjálfun

Flokkur 2: Samstarfsverkefni

Flokkur 3: Stefnumótun

Á Íslandi hýsir Rannís Landskrifstofu Erasmus+. Hluti styrkja Erasmus+ á sviði mennta- æskulýðs og íþróttamála eru í umsjá Framkvæmdaskrifstofu mennta- og menningarmála í Brussel.

Erasmus+ samstarfsverkefni í Tjarnarseli

Haustið 2018 hóf Tjarnarsel þátttöku í Erasmus+ verkefni á vegum Landverndar. Í kjölfar úttektar sem Landvernd gerði vegna afhendingar grænfánans haustið 2018 var skólanum boðin þátttaka ásamt leik- og grunnskólum víðsvegar af að landinu. Verkefnin tengjast lífbreytileika sem hægt er að útskýra sem líffræðilega fjölbreytni og tekur þannig til fjölbreytileika allra lífverutegunda jarðarinnar, þ.e. plantna, dýra, sveppa og örvera. Á undanförnum árum hefur farið fram mikið ræktunarstarf í Tjarnarseli tengt útnámi í garði skólans og er því skólinn vel í stakk búinn til að taka þátt í verkefnum tengdum lífbreytileika.Því var ákveðið aðþiggja þetta góða boð Landverndar. Tengiliðir verkefnisins eru leikskólakennararnir Fanney og Áslaug. Evrópulöndin sem taka þátt eru Lettland, Slóvenía og Eistland. Tengiliðir skólanna taka þátt í vinnusmiðjum í júní hér á Íslandi og í Slóveníu í október. Inga María verkefnastjóri verður skólanum jafnframt til halds og trausts í þessu áhugaverða verkefni sem tengir saman skóla hér á land við skóla í fyrrgreindu löndum í Evrópu.

© 2016 - 2023 Karellen