Karellen

Hvað er skóli á grænni grein?

Haustið 2005 varð Tjarnarsel skóli á grænni grein og steig skrefin 7 í vinnu í átt til Grænfánans sem er viðurkenning Landverndar um vinnu að umhverfismálum í leikskólanum. Grænfáninn var afhentur formlega í fyrsta sinn þann 17. ágúst 2007. Skólinn hefur tekið við fánann sex sinnum, síðast haustið 2021.

Hvað er Grænfáni?

Grænfáninn er umhverfismerki fyrir skóla. Allir skólar geta sótt um Grænfánann og fá þá að taka þátt í verkefnum sem miða að því að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Landvernd hefur umsjón með Grænfánanum á Íslandi. www.landvernd.is

Þegar Tjarnarsel tók við grænfánanum í sjötta sinn tengdist verkefnið átthögum með grunnþætti menntunar og sjálfbærni að leiðarljósi. Megin markmið þemaverkefnisins er að efla þekkingu og ýta undir reynslu barnanna á að rækta ýmsar tegundir plantna og að auka gleði þeirra í útiveru. Við nálgumst viðfangsefnin í ljósi heilbrigðis, vellíðunar og þremur stoðum sjálfbærni.

Vettvangsferðir hafa verið einn af aðaláhersluþáttum leikskólans frá 1995 og frá árinu 2012 bættist við verkefni leikskólans Garðurinn okkar – útikennsla. Út frá þeim hugmyndum kviknaði hugmyndin að átthagaverkefninu og unnið yrði markvisst að því verkefni þegar stefnt væri að sækja um Grænfánann í sjötta sinn.

Samvinna við Garðyrkjufélag Suðurnesjadeilda hófst þegar formaður deildarinnar Konráð Lúðvíksson bauð okkur í samstarf. Þá var Garðyrkjufélagið nýbúið að fá til umráða lítinn skika í Skrúðgarðinum sem fékk í framhaldinu nafnið Aldingarður æskunnar.

Leikskólinn er í göngufæri frá Skrúðgarði Reykjanesbæjar og hefur hann oft nýst í vettvangsferðum með börnunum. Því þótti tilvalið að fara í samvinnu með Garðyrkjufélaginu. Þarna sáu kennarar góða leið til að útvíkka þekkingu barnanna á sínu nærumhverfi og nota Skrúðgarðinn og þar með Aldingarð æskunnar sem uppsprettu náms og leiks.

Nánari lýsingu er hægt að lesa í skýrslunni hér að neðan.


Grænfánaskýrsla 2013.

Grænfánaskýrsla 2018.pdf

grænfánaskýrsla 2021.pdf
© 2016 - 2023 Karellen