Tjarnarsel gerðist þátttakandi í verkefninu HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI á vegum Embættis landlæknis haustið 2017. Lögð er áhersla á að markmið verkefnisins birtist í framkvæmd í öllu daglega starfi og er hugað að andlegri, félagslegri og líkamlegri velferð barna og starfsmanna. Heilsuteymi Tjarnarsels sér um að markmiðum verkefnisins séu fylgt eftir.
Á starfsárinu 2017-2018 var lögð áhersla á að ná markmiðum verkefnisins í hreyfingu, mataræði og geðrækt. Samkvæmt gátlistum Embættis landlæknis, sem nýttir voru til að sjá hverju var áorkað og hvað þurfti að bæta sýndu niðurstöður að 76% er komið til framkvæmda í þættinum hreyfing, 91% í mataræði og 92% í geðrækt. Áfram var lögð áhersla á þessa þætti starfsárið 2018-2019 og þættinum starfsfólk bætt við. Búið er að ná yfir 95% markmiða í öllum þáttum nema Tannvernd og verður áhersla lögð á þann þátt starfsárið 2019-20. Einnig verður sjónum beint að hreyfingu í garðinum okkar og í vettvangsferðum en leikskólinn fékk styrk frá Lýðheilsusjóði til að efla andlega og líkamlega heilsu barnanna árið 2019. Styrkurinn verður notaður til að fá ráðgjöf um hvernig auka megi við hreyfingu í nánasta umhverfi skólans. Sabína Steinunn Halldórsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur mun sjá um ráðgjöfnina og koma með hugamyndir til að efla hreyfiþroska barnanna úti.
Í heilsuteymi Tjarnarsels sitja Margrét Kolbeinsdóttir deildarstjóri, Áslaug Unadóttir leikskólakennari, Guðrún Gylfadóttir háskólamenntaður starfsmaður og Inga María Ingvarsdóttir verkefnastjóri yfir heilsueflingunni.
Framvinduskýrsla verkefnisins haustið 2019