Karellen

Lengi býr að fyrstu gerð.

Þróunarverkefni í snemmtækri íhlutun um mál og læsi í leikskólum Reykjanesbæjar.

Í Tjarnarseli er unnið samkvæmt hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun. Á árunum 2017-2018 tók skólinn þátt í þróunarverkefni um snemmtæka íhlutun ásamt Gimli, Garðaseli, Heiðarseli og Skógarási í Reykjanesbæ og Gefnarborg í Garði. Verkefninu var stýrt af Ásthildi B. Snorradóttur talmeinafræðingi. Verkefnastjórar Tjarnarsels voru Theodóra Mýrdal sérkennslustjóri og Jóhanna Torfadóttir leikskólakennari.

Afrakstur þróunarverkefnisins birtist í handbók um snemmtæka íhlutun í Tjarnarseli og ber heitið Lengi býr að fyrstu gerð.

Í handbókinni er farið ítarlega yfir hvernig er unnið samkvæmt snemmtækri íhlutun varðandi mál og læsi. Farið er yfir áherslu þætti skólans eins og Orðaspjall og fjölbreytt námsgögn því tengdu, mikilvægi bóklesturs, leik og annað nám til að efla mál- og læsisþroska barnanna sem og foreldrasamstarf. Einnig eru bóka- og spilalistar sem kennarar geta leitað í þegar þeir byggja upp málörvunarstundir. Samhliða verkefninu útbjó sérkennslustjóri málörvunarstundir fyrir mismunandi aldur sem kennarar geta sótt í. Stundirnar voru settar upp á spjöld með mismunandi lit fyrir hvern aldur. Í handbókinni er einnig farið ítarlega yfir hvaða próf og skimanir eru notaðar til að meta málþroska barnanna.

Handbókina má nálgast í Tjarnarseli.

Snemmtæk íhlutun bæklingur tjarnarsel.

© 2016 - 2023 Karellen