news

Afmælisboð

31. 08. 2021

Þegar börnin eiga afmæli er haldið upp á daginn í leikskólanum. Börnin mega þá koma með ávaxtabakka eða íspinna að heiman og sungið er fyrir barnið og farið í skemmtilega leiki í skólanum. Að mati okkar kennara er ekki þörf á að halda annað afmæli heima fyrir vinina á deildinni, en ef foreldrar kjósa að gera það er það að sjálfsögðu val hvers og eins.

Í anda samfélagsverkefnisins Allir með! sem Reykjanesbær er þátttakandi í, viljum við hvetja foreldra sem bjóða heim, til að stuðla að samstöðu barnahópsins á deildinni. Bjða þá annað hvort öllum stúlkum eða drengjum eða öllum barnahópnum.

Það er ein stærsta þörf okkar sem einstaklinga að upplifa að við tilheyrum hópi og viljum við hvetja ykkur til að huga að þessum þætti.

Í Tjarnarseli byrja flest börnin tveggja ára gömul og eiga í nánum samskiptum í 4 ár og viljum við stuðla að vellíðan þeirra og jöfnum tækifærum með öllum mögulegum ráðum ♡

Með vinsemd og virðingu,

stjórnendur.

© 2016 - 2022 Karellen