news

Bændur og búalið

24. 01. 2020

Í tilefni bóndadags buðu börnin í Tjarnarseli feðrum sínum og öfum í morgunmat með þjóðlegu ívafi. Í þeim tilvikum sem þessir karlar áttu ekki heimangengt var vitaskuld sjálfsagt að bjóða vel völdum frænda með í staðinn. Í morgunsárið fylltist skólinn því af körlum á öllum aldri sem áttu notalega stund með börnum sínum og barnabörnum. Gleði og klingjandi kátína einkenndi hópinn sem gæddi sér á þorramat og kleinum með kaffinu og var það mál manna að Bóndadagurinn gæti ekki byrjað betur. Við þökkum öllum þessum herramönnum kærlega fyrir komuna og vonum að þeir hafi átt ljúfan og góðan dag.

© 2016 - 2022 Karellen