Karellen
news

Bókagjöf

21. 06. 2021

20. júní er alþjóðlegur dagur flóttafólks. Af því tilefni barst elstu börnunum okkar og skólanum sjálfum bókagjöf.

Bókin heitir Ofurhetjur í einn dag og er eftir Önnu Guðrúnu Steinsen tómstunda og félagsmálafræðing. Viðfangsefni bókarinnar er vinátta, samkennd og gleði og fjallar um mikilvægi þess að standa með sjálfum sér og öðrum.

Bókin var lesin í fyrsta skipti í morgunsárið og vakti hún miklar umræður í barnahópnum um ólíkar aðstæður barna víðs vegar í heiminum.

Við þökkum kærlega fyrir bókagjöfina.

© 2016 - 2022 Karellen