Karellen
news

Dagur íslenskrar tungu

16. 11. 2021

Til hamingju með Dag íslenskrar tungu!

Þegar vetrarhúm leggst yfir borg og bí er fátt betra en að hlusta á góða sögu. Við hvetjum foreldra til að halda áfram að taka sér bók í hönd og lesa með börnum sínum á hverjum degi. Fyrir utan hvað þetta eru notalegar stundir þá fylgir sú frábæra hliðarverkun að það eflir mál- og læsisþroska barnanna.

Það er til mikils að vinna því barn með ríkan orðaforða á auðveldara með að orða hugsanir sínar og langanir og það er öruggara í samskiptum við önnur börn og fullorðna.

Með daglegum bóklestri og samræðum í hversdeginum höfum við góð áhrif á lesskilning og þar af leiðandi velgengni barnanna okkar í námi hér og nú - og þegar líða fer á skólagönguna.

© 2016 - 2022 Karellen