Karellen
news

Dagur uppskerunnar

05. 10. 2022

Dagur uppskerunnar var haldinn í september í fallega garðininum okkar sem skartaði sínu fegursta í tilefni dagsins. Allt gómsæta grænmetið sem börn og kennarar ræktuðu í sumar var tekið upp. Börnin okkar voru mjög áhugasöm og fannst spennandi að smakka og skoða hvort sem var grænkál, tómatar, paprikur, næpur eða kartöflur. Þessi skemmtilega stund endaði á að tvær elstu deildirnar borðuðu hádegismatinn úti í blíðskapar veðri og ekki annað við hæfi en að fá íslenska kjötsúpu í tilefni dagsins.

© 2016 - 2022 Karellen