Karellen
news

Grænfáni fyrir átthagaverkefni

21. 09. 2021

Tjarnarsel hlaut Grænfánann í 6. skiptið á Degi náttúrunnar í síðustu viku fyrir Átthagaverkefnið Aldingarður æskunnar. Markmið verkefnisins var m.a. að auka gleði barna í útiveru og þekkingu þeirra og reynslu af ræktun ólíkra plantna. Aldingarðurinn er eins og margir þekkja, hluti af skrúðgarði Keflavíkur og er samstarfsverkefni leikskólans og Suðurnesjadeildar Garðyrkjufélags Íslands.

Í verkefninu lærðu börnin að umgangast nærumhverfi sitt af áhuga og virðingu sem er mikilvægt veganesti inn í framtíðina. Stundum er nefnilega gott að upplifa að grasið er oft jafn grænt okkar megin við lækinn.

© 2016 - 2022 Karellen