Karellen
news

Hamingja og heilbrigði

05. 10. 2022

Föstudaginn 23. september sl. var sameiginlegur skipulagsdagur allra leikskóla Reykjanesbæjar í Hljómahöll. Yfirskrift dagsins var Hamingja og heilbrigði með áherslu á að blómstra í krefjandi starfi.

Ingibjörg B. Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi, Elsa Hannesdóttir aðstoðarskólastjóri Hjallatúns og Inga Sif Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri Tjarnarsels skipulögðu þennan fróðlega og bráðskemmtilega dag. Frábærir fyrirlesarar stigu á stokk hver af öðrum og miðluðu nýjustu rannsóknum og ráðum varðandi starfsánægju, heilbrigði og hamingju. Grillvagninn leit við í hádeginu og nærði mannskapinn með bros á vör. Í lok dags mætti Jón Sigurðsson og spilaði nokkra vel valda slagara sem fylgdu fólki inn í helgina. Kennarar og starfsfólk leikskóla bæjarins fer því vel nestað á sál og líkama inn í skólaárið.

© 2016 - 2022 Karellen