Karellen
news

Lengi býr að fyrstu gerð - málörvunarefni

09. 03. 2023

Tjarnarsel kynnir kennsluefni fyrir leikskóla: Málörvunarstundir – Lengi býr að fyrstu gerð.

Efnið er afrakstur þróunarvinnu um snemmtæka íhlutun í málþroska barna og er útkoman þessi málörvunarspjöld sem skipt er í 4 aldursflokka.

Í hverjum flokki eru 12 spjöld með markvissum málörvunarstundum.

Kennarar og aðrir starfsmenn geta valið sér spjald úr viðeigandi aldursflokki og undirbúið málörvunarstundina án þess að það taki langan tíma. Einnig eru spjöldin tilvalin fyrir reynsluminni kennara til að tileinka sér fagleg vinnubrögð í málörvun.

Markmið efnisins er að auka gæði málörvunar í leikskólum í gegnum leik, bóklestur og fjölbreytt námsefni.

Í starfendarannsókn Theodóru Mýrdal sérkennara sem gerð var skólaárið 2021-2022 kom fram að notkun kennsluefnisins jók faglega sýn þátttakenda á málörvunarstarfi í leikskóla. Einnig kom fram að undirbúningur kennara fyrir málörvunarstundir varð markvissari.

Námsefnið var styrkt af Þróunarsjóði námsgagna og Barnavinafélaginu Sumargjöf.

Kennsluefnið kostar 14.200 krónur.

Áhugasamir hafi samband í gegnum netfang leikskólans malorvun(hjá)tjarnarsel.is

© 2016 - 2023 Karellen