Karellen
news

Merkur áhrifavaldur

22. 09. 2021

Elstu börnin hafa lesið margar bækur með kennurum sínum um grallaraspóann Einar Áskel.

Gunilla Bergström höfundur bókanna var mörgum kostum gædd sem rithöfundur og myndskreytir. Árið 1972 kemur fyrsta bókin út um Einar Áskel og verður gaurinn því fimmtugur á næsta ári.

Gunilla var fyrst til að skrifa barnabók um skilnað foreldra og í bókunum um Einar Áskel elst hann upp hjá pabba sínum, sem ekki var algengt í barnabókum þess tíma. Það má því með sanni segja að Gunilla sé merkur áhrifavaldur, en hún lést í ágúst.

Hér má sjá brot af listaverkum sem börnin gerðu eftir sögunum um Einar vin okkar Áskel.


© 2016 - 2022 Karellen