Karellen
news

Nýútgefin Skólanámskrá Tjarnarsels

16. 06. 2022

Nú er komin út Skólanámskrá Tjarnarsels 2022- 2025. Námskráin byggir á grunni skólanámskrár frá árinu 2014 og 2017. Námskráin frá árinu 2014 kom út eftir mikla rýnivinnu og endurmat þar sem allir kennarar og starfsfólk skólans komu að. Aðalnámskrá leikskóla frá árinu 2011 lá þar til grundvallar. Hér gefur að líta 3. útgáfu sem byggir á sama grunni. Samhliða voru þemahefti skólans um grunnþætti menntunar endurskoðuð og komu þau út samhliða skólanámskránni í nýju formi. Það inniheldur markmið, leiðir og hugmyndir fyrir kennara til að vinna með grunnþættina á markvissan og faglegan hátt.

Myndaðir voru stýrihópar undir forystu leikskólakennara skólans sem höfðu umsjón með ferlinu. Það fólst í að meta námskrána í samræmi við hugmyndafræði og stefnu, setja inn nýja áhersluþætti og taka aðra út sem áttu ekki við lengur.

Starf leikskólans byggir á:

- Lögum um leikskóla frá árinu 2008.

- Aðalnámskrá leikskóla frá árinu 2011

- Menntastefnu Reykjanesbæjar 2021-2030, Með opnum hug og gleði í hjarta.

- Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna – í krafti fjölbreytileikans, áhersluþættir Reykjanesbæjar.

- Læsisstefnu Reykjanesbæjar frá árinu 2017.

- Fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar.


Við endurskoðunina voru viðfangsefnin sem fyrr í samræmi við grunnþætti menntunar sem birtast í Aðalnámskrá leikskóla. Þeir eru: læsi, sjálfbærni, lýðræði & mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði & velferð og sköpun.

Menntastefna Reykjanesbæjar 2021-2030 var einnig lögð til grundvallar við endurskoðunina sem og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Hægt er að lesa námskránna undir flipanum Skólastarf hér á heimasíðu skólans.

© 2016 - 2022 Karellen