Karellen
news

Rithöfundur í heimsókn

16. 11. 2022

Á Degi íslenskrar tungu er vel við hæfi að fá heimsókn frá íslenskum barnabókahöfundi. Foreldrafélag skólans bauð upp á heimsókn Jónu Valborgar Árnadóttur sem gefið hefur út 10 vinsælar barnabækur.

Jóna las nýjustu bók sína Penelópa bjargar prinsi fyrir börnin á lifandi og skemmtilegan hátt. Sagan fjallar um hugrakka og sjálfstæða prinsessu sem bjargar prinsi sem sofið hefur í heila öld, hvorki meira né minna. Eftir bóklesturinn brá rithöfundurinn á leik með börnunum sem lifðu sig inn í stundina.

Takk fyrir okkur kæra foreldrafélag, þetta var frábær viðburður.

© 2016 - 2022 Karellen