news

Skapandi skipulagsdagur

28. 05. 2021

Á síðasta skipulagsdegi fékk kennarahópurinn til sín frábæran fyrirlesara. Anna Gréta Guðmundsdóttir leikskólakennari og nýútskrifaður listkennari frá Listaháskólanum kom og fjallaði um listsköpun með börnum.

Gamli skólinn okkar hér í Tjarnarseli er blessunarlega moldríkur af flottum kennurum sem nutu þess að hlusta á reynslu og sjónarmið Önnu Grétu, því alltaf getum við bætt við okkur þekkingu og svo er stundum einfaldlega svo gott að láta hrista aðeins upp í góðri áhöfn.

Að degi loknum var hópurinn fullur af innblæstri og búin að prófa margt nýtt, því eins og við vitum öll er margfalt skemmtilegra að fá að snerta og upplifa sjálfur en að „skoða bara með augunum“ eins og gjarnan er sagt við börnin.

© 2016 - 2022 Karellen