Karellen
news

Skemmtilegur orðaleikur

09. 03. 2023

Sú skemmtilega hefð hefur myndast hér í Tjarnarseli að börnin á tveimur elstu deildunum kíkja gjarnan í heimsókn á skrifstofuna til að heilsa upp á stjórana.

Þegar þau líta við er þeim gert að leysa fjölbreyttar orðagátur, það er rímað, orð sett saman og tekin í sundur og klöppuð í atkvæði. Einnig er boðið upp á að svara spurningum, hvað heita afkvæmi ákveðinna dýra, hvaða dagur er í dag, mánuður og árstíð, svo eitthvað sé nefnt.

Að launum fá þessir góðu gestir handáburð í lófann. Nú er svo komið að sumir þeirra koma færandi hendi og gefa stjórunum nýjan handáburð, því gott er að geta valið á milli tegunda eins og einn pilturinn orðaði það svo skemmtilega.

© 2016 - 2023 Karellen