Karellen
news

Styrkur frá Nýsköpunar- og þróunarsjóði Reykjanesbæjar

23. 05. 2022


Tjarnarsel var einn þeirra skóla sem hlaut á dögunum styrk frá Nýsköpunar- og þróunarsjóði Reykjanesbæjar. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, framþróun og öflugu innra starfi leik og grunnskóla í Reykjansbæ.

Styrkurinn er til kaupa á Bambahúsi sem er gróðurhús framleitt á umhverfisvænan máta á Íslandi.

Í Tjarnarseli fer fram blómlegt útinám og ræktunarstarf með börnunum sem við höfum mikinn hug á að gera enn umfangsmeira. Að fá svona fínt gróðurhús í garðinn okkar gerir okkur kleift að gera enn meira og betur í umhverfis- og náttúrunámi barnanna.

Hingað til hefur öll forræktun á sumarblómum og kryddjurtum farið fram innan skólans en með komu gróðurhússins sjáum við fram á gósentíð í ræktun næstu árin.

Við erum hreinlega að springa úr spennu við að kafa enn dýpra í græna náminu með frábæru krökkunum okkar.

Þegar allt er talið saman munu hér hátt í 1000 grænir fingur springa út og blómstra enn betur í þessari nýju útikennslustofu. Þá verður nú fjör hjá litlu garðálfunum okkar.

Takk fyrir okkur Reykjanesbær!

© 2016 - 2022 Karellen