news

Sumarleyfi og hákarlar

02. 07. 2021

Kæru fjölskyldur.

Nú þegar sumarfríið hefst að degi loknum viljum við óska ykkur ljúfra stunda í leyfinu. Megið þið njóta ylsins af geislum sólarinnar jafnt sem angan af regnvotum birkitrjánum. Það jafnast ekkert á við íslenskt sumar.

Við sjáumst aftur eldspræk, úthvíld og endurnærð mánudaginn 9. ágúst kl. 12.00.

Í gær kom einn Tjarnarselspabbinn með skemmtilegan feng í heimsókn til okkar. Hann hafði fengið háfa í veiðarfærin og börnin voru heilluð af þessu litlu hákörlum!

Myndin lýsir vel viðbrögðum barnanna sem voru æði misjöfn svo ekki sé meira sagt

Við þökkum Jóni og hákörlunum kærlega fyrir komuna.

Í dag er síðasti dagur elstu barnanna okkar og þökkum við þeim og fjölskyldum þeirra fyrir dásamlegar stundir síðustu árin. Við óskum þessum litlu vinum okkar alls hins besta á næsta skólastigi og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Með hlýrri sumarkveðju,

frá öllum í Tjarnarseli

© 2016 - 2022 Karellen