Karellen
news

Uppskeruhátíð í garðinum

02. 09. 2021

Á fyrsta degi septembermánaðar fór árleg uppskeruhátíð fram í Tjarnarseli. Hún markar ákveðin tímamót því sumri er jú tekið að halla.

Börn og kennarar héldu árla morguns út í garðinn og hófust handa við að taka upp kartöflur, grænkál, hnúðkál, hvítlauk og rófur svo eitthvað sé nefnt. Blómabeðin voru snyrt fyrir haustið og tekið vasklega til í garðinum.

Myntu og eplate mallaði í útipottinum og grænkál snarkaði á pönnu á eldstæðinu.

Það er verst að við getum ekki deilt með ykkur ilminum af myntuteinu og nýuppteknum hvítlauknum. En ef þið lokið augunum og notið ímyndunaraflið þá komist þið kannski nærri því.

© 2016 - 2022 Karellen