news

Útskriftar- og kveðjuhátíð 2021

21. 05. 2021

Í maí útskrifuðust elstu börnin okkar með pomp og prakt í léttri og skemmtilegri athöfn.

Börnin stigu á stokk, sungu nokkur lög og fóru með ljóðið Sumardagur bókarinnar eftir Þórarinn Eldjárn. Þau stóðu sig með mikilli prýði og gleði og léttleiki sveif yfir vötnum. Eftir athöfnina var boðið upp á dýrindis súkkulaðiköku sem foreldrafélagið keypti fyrir útskriftina, snakk og safa. Glimrandi gott allt saman.

Við óskum flottu krökkunum okkar, fjölskyldum og kennurum þeirra innilega til hamingju með daginn.

© 2016 - 2022 Karellen